top of page
Niðurstöður
Þegar við byrjuðum á þessu verkefni þá héldum við að velgengni ÍBV í meistaraflokki karla í handbolta væri allt Magnúsi Stefánssyni að þakka. Maggi er fyrirliði, besti varnarmaður deildarinnar, með mikla sigurhugsun sem smitar útfrá sér, frábær karakter, traustur og góður maður, grimmur og leggur sig alltaf 100% fram. En við komumst að því að þó svo að Maggi ætti gríðarlega stóran part í þessari velgengni þá er þetta samspil margra þátta. Það er búið að byggja upp góða liðsheild, góða þjálfara, stuðningsmenn, góða stjórn og flotta umgjörð í kringum handboltann. Það varð mikil hugarfarsbreyting hjá öllum leikmönnum, þjálfurum og stjór, þeir ætluðu að verða bestir. Það er unnið að frábæru yngriflokka starfi hjá handboltanum sem skilar leikmönnum upp í meistaraflokk félagsins. Þeir hafa einnig góða bakhjarla og styrktaraðila sem þarf svo hægt sé að gera alla þessa góðu hluti. ÍBV vörninn er líka það sterk að mjög fá lið geta leyst vör. Agi er líka mjög mikilvægur þáttur í þessari velgengni. Agi þarf að vera í  gegnum allt starfið og er hann lykilinn að öllu sem þeir gera. Vinnusemi er líka mikilvægur þáttur, að vera tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu, endalaus vinna og æfa og æfa.
bottom of page