top of page
Grétar Þór Eyþórsson

1. Hvað finnst þér vera að valda þessari gríðarlegu velgengni hjá ÍBV síðustu 5 ár og finnst þér Maggi eiga einhvern þátt í henni? og þá afhverju?  

Svar: Maggi er gríðarlega stór partur af velgengninni enda fyrirliði liðsins. Maggi er einn allra besti varnamaður deildarinnar og væri líka sóknarlega ef öxlin hefði haldið aðeins lengur. Hann er maður með mikla sigurhugsun sem smitar útfrá sér. Velgengnin hjá liðinu er samspil margra þátta... Samheldni, vinnusemi, margir og góðir sjálfboðaliðar, toppþjálfarar og svo mætti lengi telja.


 

2. Hvernig er að spila með magga?

Svar: Mjög gott að spila með Magga, veist alltaf hvar þú hefur hann og veist að hann leggur alltaf sitt af mörkum. Einnig er gaman að æfa með mönnum eins og Magga, alltaf gefið allt í allar keppnir og við hötum að tapa sama hvort það sé hlaup, lyfingar eða handboltaleikir


 

3. Nefndu eitt jákvætt og eitt neikvætt um Magga?

Svar: Sigurhugsun og hægri öxlin síðustu ár er hans veikleiki


 

4. Hverju finnst þér Maggi vera bestur í ?

Svar: Maggi er frábær í blaki


 

5. Finnst þér þjálfara teymi ÍBV það besta í olis deildinni ?

Svar: Titlarnir tala sínu máli, þeir eru í topp 5 í evrópu


 

6. Er það þjálfurunum að þakka að þið séuð að ná svona góðum árangri ?

Svar: Að stærstum hluta já. Þeir bera ábyrgð á öllu sem við gerum og eru gagnrýndir þegar illa gengur og elskaðir þegar vel gengur. Þetta lið sem við erum með í dag er eingöngu skipað leikmönnum sem þeir hafa sett saman og mótað flest alla í liðinu og gert þá að betri leikmönnum


 

7. Nefndu eitt jákvætt um þjálfara ÍBV?

Svar: Sigurvegarar

bottom of page