top of page
Magnús Stefánsson
Í lokaverkefninu langaði okkur að skoða hvað væri að valda þessari frábæru velgengni hjá meistaraflokki ÍBV karla í handbolta og hversu mikilvægur Magnús Stefánsson væri fyrir liðið. Við fórum og heimsóttum Magga og tókum létt spjall við hann um handboltann og hans feril.
Magnús er fæddur árið 1984 á Akureyri, uppalinn í Fagraskógi. Hann elskar að horfa á Band of brothers, sem eru þættir frá seinni heimstyrjöldinni og það sem kemur honum í gott skap er að hlusta á Bjartmar eða Írafár. Á sínum yngri árum var hann að mestu í fótbolta, blaki og frjálsum íþróttum. Hann steig sín fyrstu skref í handboltanum um miðjan vetur í sjötta bekk. Hann byrjaði að spila handbolta með KA, síðan sameinuðust KA og Þór í liðið Akureyri. Hann var síðan seldur í Fram.
Það voru meistararnir Magnús Bragason og Daði Pálsson sem sannfærðu hann um að ganga í raðir við ÍBV sumarið 2011. Þetta var rétta skrefið í hans ferli og var það stemmingin sem heillaði svo mikið ásamt því að reyna að hjálpa liðinu að komast upp í efstu deild. Það sem Magga finnst skemmtilegast við handboltann í Eyjum er stemmingin, spila fyrir þessa frábæru áhorfendur og hvítu riddarana. Einnig talar hann um hvað Vestmannaeyjar eiga mikið af ungum og efnilegum leikmönnum og miðað við hvað eyjan er lítil þá er hrikalega hátt hlutfall af góðum leikmönnum hérna.
Maggi á sér ekki neinn uppáhaldsleikmann en ef hann ætti að nefna einn þá er hann mjög hrifinn af Jackson Richardsson sem er franskur landsliðsmaður í handbolta. Hann elskar að spila á móti góðum leikmönnum eins og Tjörva í Haukum og Svenna í ÍR sem er ungur leikmaður og hrikalega snöggur, einnig fannst honum gaman að spila á móti Janusi Daða þegar hann var í deildinni. Þó svo að Maggi er alinn upp fyrir norðan þá er eyjahjartað sterkara og ÍBV liðið hans. Áður fyrr var Maggi mjög hjátrúarfullur fyrir og eftir leiki, ef hann vann leik þá notaði hann saman handklæði og fyrir leik þá klæddi hann sig eins í sömu röð í sokkana.
Þegar við spurðum Magga hvað hann óttaðist mest þá var það auðvitað að hætta í handbolta. Hann veit ekki alveg hvort að hann eigi að vera hræddur eða ekki en það kemur bara í ljós þegar að því kemur. Frá því að Maggi byrjaði í hanbolta seint að árum þá var hann alltaf ákveðinn í að komast í meistaraflokk og mætti alltaf á meistaraflokksleiki til að horfa á alla þessa flottu leikmenn spila. Þau ráð sem hann vill gefa ungum leikmönnum til að ná jafn langt og hann er að mæta á hverja einustu æfingu og leggja sig alltaf 100 prósent fram. Ávallt að vera heiðarlegur við sjálfan sig, t.d. ekki sleppa því að lyfta sjálfur eða fara út að hlaupa, taka aukaæfingu og aukaskot, góður liðsfélagi, fara snemma að sofa, borða hollt, mæta á réttum tíma á æfingu og sleppa óþarfa djömmum.
bottom of page