top of page
Getur þú nefnt einhver atriði sem þú telur hafa valdið þessari gríðarlegu velgengni síðustu ár hjá ÍBV í meistaraflokki í handbolta?
Arnar Pétursson:
Við þurfum að huga að því sem við erum að gera strax frá upphafi og tryggja það að strax niðri í yngriflokkum sé verið að vinna gott starf þannig að endurnýjunin sé eðlileg í meistaraflokki. Agi í gegnum allt starfið verður að vera til staðar, hann er lykillinn að öllu sem við gerum, agi og vilji er rosalega góð blanda. Flestir vilja ná árangri en hafa ekki þennan aga til að láta þann draum rætast. Það er auðvelt að láta sig dreyma en aginn fær okkur af stað til að eltast við draumanna. Það þarf aga til að fara á aukaæfingu, sleppa því að sofa lengur eða horfa á einn þátt til viðbótar og fara frekar á æfingu. Vinnusemi er líka mikilvægur þáttur, að vera tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu, endalaus vinna og æfa og æfa.
bottom of page